WIX DNS Þjónusta

Ef þú ert að fá villur um DNS þjónustu tengda WIX, gildir eftirfarandi: WIX styður mögulega ekki .is lén í DNS þjónustu þá stundina. Sjá: https://www.wix.com/support/html5/domains/connecting-domains-purchased-elsewhere/kb/connecting-an-isnic-domain-to-your-site.

(WIX og ISNIC áttu í samskiptum, í von um að leysa úr þessu en WIX hefur lýst yfir að Google muni ekki bæta við PTR færslum. Þeir breyttu þjónustunni um 20. okt. 2015, og fluttu nafnaþjóna í gamla horfið og studdu því .is lén í smá stund. Um og eftir 8. janúar 2016 hefur þetta orðið ónothæft aftur og viðskiptavinir ISNIC segjast fá upplýsingar um að WIX styðji ekki .is aftur)

Ef þið fylgið Domain Pointing leiðbeiningum WIX, fáið þið upplýsingar um færslur sem þarf að setja inn í DNS þjónustu hjá þriðja aðila. Hægt er að skoða skráða Þjónustuaðila ISNIC hér: https://www.isnic.is/is/domain/isp. ISNIC notar ekki DNS þjónustu ytri aðila, svo við getum ekki staðfest hver er bestur, en nokkrir eru ókeypis t.d. x.is og 1984.is.

Hægt er að skrá lén í DNS þjónustu hjá einhverjum af þessum aðilum, og “Flytjið hýsingu” síðan þangað.

Domain Pointing leiðbeiningarnar WIX útlista 3 algengar tegundir af færslum:

  1. IP Tala (A RECORD), gæti verið ein eða fleiri, og er sett inn hjá DNS þjónustuaðila þegar þið setjið upp ykkar lén.
  2. CNAME fyrir www, nafn, t.d. wwwXX.wixdns.net.
  3. MX RECORD (eitt nafn eða nokkur nöfn póstþjóna) – á eingöngu við ef þú ert með tölvupóst (farið varlega), gæti verið hjá öðrum en WIX

Þessar upplýsingar þarf að setja inn á nýjum stað, eða senda á þjónustuaðila ósk um að stilla upp þitt .is lén miðað við þessar upplýsingar.

WIX á í erfiðleikum með fleiri höfuðlén, og styður t.d. ekki DNS hýsingu .sg (Singapúr) eða .no (Noregur).